Síðast uppfærðir 4. Apríl 2024

Þjónustuskilmálar

  1. Gildissvið þjónustusamnings

    1. Samningur þessi gildir um þjónustuleiðir Vúdú, sem tilheyrir fyrirtækinu Splendid ehf. Kt. 680224-1100. 

    2. Taka skilmálarnir gildi við samþykki viðskiptavinar, enda er samþykkt þeirra forsenda viðskipta og notkunar á þjónustu Vúdú, í hvaða formi sem hún kann að vera.

    3. Viðskiptavinur staðfestir að vera fjárráða einstaklingur eða skráður lögaðili á Íslandi og ber ábyrgð á að allar sínar upplýsingar séu réttar og fullnægjandi.  

    4. Gildandi útgáfa skilmálanna má ávallt nálgast á www.vudu.is/skilmalar og er öll notkun á vörum og þjónustu Vúdú samkvæmt þjónustu-skilmálum hverju sinni.  Ef viðskiptavinur samþykkir ekki uppfærslur á skilmálum, verður þjónustu sagt upp samkvæmt fyrri uppsagnarákvæðum. 

  2. Tímalengd, endurnýjun og uppsögn samnings

    1. Skilmálarnir taka gildi um leið og viðskiptavinur hefur samþykkt skilmálana

    2. Áskriftarsamningar eru ótímabundnir, með 6 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti við upphaf þjónustu, en 3 mánaða uppsagnarfresti eftir það.

    3. Til að segja upp áskrift skal senda tölvupóst á netfangið [email protected] og mun uppsögning taka gildi frá næstu mánaðarmótum eftir móttöku tölvupóstsins.  

  3. Greiðslur

    1. Ávallt er greitt fyrir þjónustu og áskriftir Vúdú fyrirfram, samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

    2. Verði gjaldskrárhækkun vegna áskriftarþjónustu, mun viðskiptavini tilkynnt um slíkt með amk. 3 mánaða fyrirvara og hafa þá tækifæri til að segja upp þjónustunni áður en gjaldskrárhækkun tekur gildi. 

    3. Ef greiðsla berst ekki á tilsettum tíma, áksilur Splendid ehf. sér rétt til að senda viðkomandi vangoldnar greiðslur í innheimtu og eftir atvikum loka á þjónustu við viðskiptavininn þar til greiðsla hefur borist. 

    4. Viðskiptavinur ber alla ábyrgð á því að tilkynna um breytingar á greiðslu-upplýsingum með því að senda tölvupóst á [email protected]

  4. Hugverkaréttindi og höfundarréttur

    1. Samningurinn veitir viðskiptavinum engin réttindi til hugverka Splendid ehf, né heldur veitir hann Splendid ehf réttindi til hugverka viðskiptavinarins. 

    2. Viðskiptavinur er endanlegur eigandi á því efni sem er birt og hýst í gegnum þjónustu Vúdú og ber sem slíkur ábyrgð á að slíkt efni brjóti ekki í bága við hugverka- og/eða höfundarrétt þriðja aðila, né önnur lög sem geta gilt um efnistök og upplýsingar í birtingu. 

    3. Vúdú tryggir þó að það efni sem Vúdú leggur til við viðskiptavini uppfylli lög um hugverka- og höfundarrétt. 

    4. Vúdú mun ekki nýta efni frá viðskiptavini til neins annars en að uppfylla samninga við þann viðskiptavin. 

    5. Vúdú áskilur sér rétt til þess að segja upp þjónustu án fyrirvara ef viðskiptavinur gerist uppvís að lögbrotum með birtingum sínum og/eða notkun þjónustunnar eða með birtingu siðferðislega ámælisverðra  upplýsinga, sölu eða auglýsingum á t.d. ávana- eða fíkniefnum, vopnum, höfundarréttarvörðu efni sem viðskiptavinur hefur ekki rétt til, klámefni, skráardeilingu eða lyfjum.

  5. Öryggi og persónuupplýsingar

    1. Vúdú ber ábyrgð á að vefsvæði og upplýsingar í hýsingu séu geymdar með tryggum hætti. 

    2. Splendid ehf., sem rekstraraðili Vúdú, mun tryggja öryggi og trúnað allra persónuupplýsinga og mun ekki afhenda þau þriðja aðila nema að því marki sem lög kveða á um. 

  6. Hýsingarþjónusta og vefumsjónarkerfi Vúdú

    1. Viðskiptavinir í hýsingarþjónustu fá aðgang að Vúdú-umsjónarkerfinu til að geta uppfært efnið á vefnum sínum með mjög einföldum hætti. Eru í boði nokkrar þjónustuleiðir í áskrift fyrir hýsingu/vefumsjón: 

      1. Góður: Áskrift af hýsingu og vefumsjónarkerfi, viðskiptavinur sér um allar uppfærslur á efni vefsíðunnar. 

      2. Betri: Vúdú sér um að setja inn efnislega uppfærslu frá viðskiptavininum á vefsíðu viðskiptavinar fjórum sinnum á ári  t.d. Að bæta við nýjum starfsmanni á síðuna. 

      3. Bestur: Vúdú sér um alla textasmíð og uppsetningu myndefnis til að og setja inn efnislega uppfærslu á vef viðskiptavinar, einu sinni í mánuði. Ónýttir mánuðir safnast ekki upp.

      4. Annað: Viðameiri eða sérhæfð umsjón á vefsíðum, samkvæmt sérstökum þjónustusamningi við hvern viðskiptavin. 

    2. Vúdú sér til þess að vefir í vefumsjónarkerfinu séu uppfærðir með tilliti til öryggisstaðla og afritaðir skv. grein 5 hér að ofan. 

  7. Vefsíðugerð

    1. Vúdú tekur að sér vefsíðugerð og uppsetningu fyrir viðskiptavini og er það innifalið í áskriftarleiðunum:

      1. Góður:Uppsetning á grunn-síðu í Vúdú-kerfinu. Viðskiptavinur setur sjálfur inn allt efni, texta og myndir. 

      2. Betri: Uppsetning á grunn-síðu í Vúdú-kerfinu, ásamt því að setja inn texta og myndefni frá viðskiptavini t.d. þegar verið er að færa efni af eldri vefsíðum eða frá eldra kynningarefni. 

      3. Bestur: Uppsetning á grunn-síðu í Vúdú-kerfinu, ásamt textasmíð og uppsetningu á myndefni fyrir vefsíðuna. 

      4. Annað: Uppsetning á stærri, sérsniðnum vefsíðum, samkvæmt sérstökum þjónustusamningi eða tilboði til hvers viðskiptavinar. 

    2. Allar vefsíður sem settar eru upp í Vúdú-kerfinu eru sjálfvirkt skráðar í hýsingarþjónustu hjá Vúdú, að lágmarki í “Góður” pakkann. 

  8. Takmörkun ábyrgðar

    1. Vúdú og Splendid ehf munu veita alla þjónustu af hollustu og eftir bestu getu.

    2. Viðskiptavinur samþykkir takmarkaða ábyrgð Splendid ehf og Vúdú, sem eru með engu skaðabótaskyld né endurgreiðsluskyld vegna mögulegra villna, bilana eða skorst á virkni þjónustu Vúdú. 

  9. Varnarþing og lög

    1. Samningurinn skal lúta íslenskum lögum og mál sem kunna að rísa vegna hans skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.